Vitvélastofnun auglýsir eftir aðstoðarmanni við rannsóknir og þróun á gervigreind í sumar.
Starfsmaður mun vinna við rannsóknir, hugbúnaðarþróun og sköpun frumgerða. Verkefnin fela meðal annars í sér viðmótsforritun, gagnasöfnun og gagnameðhöndlun og viðkomandi mun öðlast reynslu af að vinna með viðskiptavinum okkar úr hátæknigeiranum.
Starfið krefst menntunar í tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði eða skyldum greinum. Verkefnin munu að öllum líkindum krefjast reynslu og þekkingar á sviði kerfishönnunar (system design), vélræns náms (machine learning), einingarbyggðra hermilíkana (agent based modelling) og fjármála. Gerð er krafa um færni í Java og C# forritun.
Starfið er liður í sumarátaki Vinnumálastofnnar sem gerir kröfu um að:
- Nemendur séu milli anna á háskólastigi. (Einstaklingar sem eru að útskrifast úr framhaldsskóla og hyggja á háskólanám, uppfylla ekki þessi skilyrði)
- Nemendur séu að útskrifast úr háskóla á þessu ári.
- Einstaklingar hafi útskrifast á þessu ári, séu án atvinnu og hafi ekki sótt um atvinnuleysisbætur.
Starfstíminn er tveir mánuður á bilinu maí til ágúst. Hægt er að sækja um á vef Vinnumálastofnunar og er umsóknarfresturinn til og með 2. maí 2016.